Mallorka

Það er auðvitað út í hött að hér skuli ekki vera bloggað meira en eftir að framhjáhald bloggarans tók á sig alvarlegar myndir með feisbúkkinu varð lítið um sinningu hérna megin. En þar sem nú stendur fyrir dyrum hjólaferð á Mallorka verður gerð tilraun til bloggs. Tveir dagar eru til brottfarar sem þýðir að versla verður ýmislegt, eins og sólarvörn, sólgleraugu, sólhatt og svona. En það þarf lika að láta sig hlakka til og það er ekki lítill hluti af hverju ferðalagi. Ég hef reyndar svo oft hlakkað mikið til að liggur við veikindum, nú er ég farin að reyna að bíða með tilhlökkun þar til stutt er til ferðar. Ég veit að sumir hlakka aldrei til, borgar sig ekki því þá verður maður ekki fyrir vonbrigðum. Mér finnst það svipað eins og að neita að finna matarlykt fyrir matinn, þá verði maturinn líklega bara vondur, eða neita að horfa á gott veður út um gluggann.... Mér finnst reyndar fremur leitt hversu fáir af mínum frábæru ferðafélögum sjá sér fært að hjóla í útlöndum í sumar en vonandi kemur betri tíð og mörg blóm í haga.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband