...og kaupin á portúgalska teppinu

2. kafli - Portugalska teppið

Sjá mynd í fullri stærð

Eftir að hafa skoðað veggteppi á hótelinu í Algarve og séð að þau voru saumuð með hinum séríslenska krossaum leið mér eins og upphluturinn og jafnvel þjóðernistilfinningin rynni af mér allri. En eftir að hafa jafnað mig nokkuð vel spurði ég eina portúgalska starfskonu hótelsins hvort hægt væri að kaupa sér slík teppi á nálægum slóðum. Hún hélt það nú og benti á verslun í þriggja mínútna göngufæri. Þangað skunduðum við hjónin og í þeirri verslun blasti við okkur garn og meira garn í ótrúlegustu litum og í rekka var raðað blöðum með myndum og leiðbeiningum um teppasaum. Ég opna eitt blaðið og við mér blasti TEPPIÐ mitt - dökkblátt með ljósum kanti og svo ótrúlega fögrum litum að annað eins hafði Snæfríður t.d. ekki séð í hinni fornu mynd. Þetta teppi ákvað ég að kaupa og beið ekki þolinmóð en leit samt út fyrir að vera þolinmóð eftir að handavinnuafgreiðslukonan losnaði frá einum sínum allra besta kúnna. Ég tjáði mig kurteislega um það að ég vildi kaupa þett teppi - leit hún þá á mig og ég hélt að það sama væri að fara að gerast og í heimilisiðnaðarbúðinni forðum - en hún sagði með áhyggjusvip; Þú sérð að þetta teppi er þriggja metra langt og metir á breidd. Þá sá ég að fyrir neðan myndina var skráð lengd og breidd og engu logið, en teppið var innvígt í minn haus og ég horfði djúpt í augu konunnar og sagði ,,jú takk þetta teppi takk" Þú verður þá að koma á morgun sagði konan, það tekur mig tíma að taka til efnið í teppið. Allt i lagi sagði ég en fannst það samt ekki í lagi, ég vildi bara fá teppi strax og byrja að sauma strax, af því að þarna var ég í alvarlegu kasti. En, varð að láta mig hafa það að fara heim og bíða næsta dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þau eru dásamleg þessi handavinnuköst!

Soffía Valdimarsdóttir, 3.3.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband