1.3.2009 | 18:02
framhaldssagan af teppinu
Jú - ég kláraði Riddarateppið - (sjá fyrra blogg - þið verðið bara að fylgjast með) og það er saumað með ,,íslenskum krosssaum" sem þeir sem ekki eru að kafna í þjóðernisrembingi kalla líka fléttusaum. Þetta kenndi adgreiðslukonan í heimilisiðnaðarbúðinni mér hreinlega yfir búðarborðið og ég sýndi þar áður óþekkta handavinnuhæfileika og lærði sporið á um það bil hálfri mínútu. En ég semsagt lauk við teppið á einhverjum árum og mér leið svolítið eins og konu sem gengur í upphlut dagsdaglega eða jafnvel eins og Snæfríði þar sem hún situr í Bræðratungu og lýtur yfir hina fornu mynd (gerist þetta dramatískara?). En um þetta leiti var ég líka að ljúka við grunnnámí þjóðfræðinni og þjóðleg svo afbar. Skrifandi langar ritgerðir um Grýlukvæði og ég veit ekki hvað og hvað. En þennan vetur þjáðist ég af flensuskömm hreinlega allan veturinn og minn góði maður ákvað að til sólarstranda skyldi haldið til að ná flensunni úr frúnni. Gleymi aldrei þeirri flugferð skal ég segja ykkur.... En eftir nokkra vist á hóteli Algarve og nágrennis var mér gengið inn á veitingastaðinn sem staðsettur var í kjallaranum - og hvað haldið þið - þar eru upp um alla veggi teppi í ýmsum stærðum og gerðum saumuð í ÍSLENSKUN KROSSAUM og legg ég ekki meira á ykkur í bili - framhald síðar - . ok ég veit þið eruð spennt. kv. KE
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.