25.2.2009 | 21:37
ég er að sauma
Stundum hefur það gerst að konur, t.d. samstarfskonur á einhverjum tímum og stöðum hafa rekið nefið inn á mitt fagra heimili og séð veggteppi mörg og fögur sem ég hef saumað í gegnum tíðina. Við þessi tækifæri hafa þessar konur oft tekið hin alvarlegustu andköf og tjáð sig með látum um að þessu hafi þær ekki átt von á....handavinnukonan Kristín.... En ég nebblega fékk einusinni vitrun - eða alvarlegt kast, og var það fyrir mörgum árum þegar mér sem þáverandi þjóðfræðinema var boðið ásamt öðrum nemendum í þjóðminjasafnið sem í raun var búið að loka en afþví við vorum innvígð fengum við að kíkja á dýrðirnar. Þar í þess merka safni rak ég augun í teppi og eitt alvarlegt kast kom yfir mig - örugglega þekkja þeir sem stunda krossinn í kópavogi eitthvað svipað - en þetta teppi vildi ég sauma og hafði reynar aldrei saumað nokkurn hlut áður nema í handavinnutímum í skóla og eru minningar um þá tíma ekki sársaukalausar. En ég sumsé stormaði í held ég verslun heimilisiðnaðarfélagsins og heimtaði teppið - en nei ekki hægt sagði konan og mér lá við gráti. Svolitið eins og ef Gunnar mundi segja nei við þann sem vildi vitna - mundi náttlega aldrei gerast - en konan bakvið búðarborðið benti mér á tilbúinn pakka með Riddarateppinu - ég lét mer segjast og ´keypti pakkann með Riddarateppinu og saumaði þar með mitt fyrsta teppi af mörgum og merkum ævintýrum sem teppasaumur hefur lietti mig í og ég hef ákveðið að deila með ykkur hér á þessu merka bloggi. En nú aftur að sauma...kv ke. takið eftir þriðja bloggið í dag - er ekki allt í lagi???
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.