7.11.2008 | 16:09
pöbbarölt og pólverjinn
Já, hér kemur framhaldið, þori varla að setja þessa sögu á blað af því að réttsýnu fólki gæti mögulega dottið í hug að mér hafi misheppnast uppeldi barnanna minna sem er ekki raunin. Ég fullyrði að engin börn eru betur alin upp en mínir synir, það sem aflaga fór var skólunum og kennurunum þeirra að kenna. punktur. En sem sagt litli drengurinn sem staddur er í landinu Ind í borginni Del eða reyndar í hennar Mosfellsbæ - fór með Tibetanum, nokkrum frá Afríku og ég held einhverjum innfæddum á pöbbarölt á jólunum þeirra sem voru bara núna um daginn. Einhver íslens/pólskur húmor var þarna í gangi því að ekkert þótti Pólverjanum skemmtilegra né fyndnara en að kalla til betlarahópsins sem fylgdi þeim hvert fótmál, já hann kallaði sem sagt: Halló (pólskur hreimur) halló, þessi hérna stóri er íslenskur milljónamæringur, talið við hanna" Nú og betlarahópurinn lætur náttlega ekki segja sér slíkt tvisvar og gerðist margfalt aðgangsharðari við Íslendingskvikmyndaleikstjóraefnið en nokkru sinni fyrr og pólverjinn hló og hló - og litla drengnum Þótti þetta ekki fyndið fyrr en hann hrelldi móður sína aldraða með sögunni daginn eftir. ....en´nú er ég að fara í elsta skóla Kópavogs að gista þar í nótt með hópi sex ára barna. Alltaf gaman, þau eru svo spennt, og foreldrarnir eru svolítið stressaðir að skilja litlu ljósin eftir í skólanum heila nótt og þetta er nú bara gaman. Á morgun erum við Heiða að fara að syngja (ekki ég) og tala (ég) um dægurlagatexta í Húsinu á Eyrarbakka - gaman, gaman, hver hefur meira gaman en ég, ég bara spyr. kv. ke
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.