19.8.2008 | 06:47
Feneyjar - Seekirchen
Góðan og blessaðan daginn!
Hér sit ég við mína tölvu á hótelherbergi í Seekirchen, sól úti og alparnir í næsta nágrenni. I fyrradag kvaddi ég Ítalíufara á flugvellinum í Munchen eftir að hafa daginn áður verið með þeim í Feneyjum. Þessi Ítaliuför var ótrúlega skemmtileg og ég hreinlega geri ráð fyrir að fá að hjóla aftur sem allra fyrst með þessu skemmtilega fólki. Í þeim hópi voru óvenjuafkastamiklir hagyrðingar og hér ætla ég að birta afrakstur hugarsmíða þeirra. Þegar við sátum hjá stóru hjónunum og gæddum okkur á grilluðum kjúklingum og maiskökum köstuðu systkinin af suðurlandi fram þessari stöku:
Sitjum í svitabaði
svakalega er okkur heitt
Hjólin eru úti á hlaði
haldiði að við séum þreytt?
Einhverntíman áður gerðist þetta:
Brekkur í báðar áttir
hugurinn ber okkur heim (á hótel auðvitað)
sunnlendingar eru sáttir
þetta er svakalegt geim.
En, nú er kominn nýr hópur og aldursmet Sunnlendingsins frá síðustu ferð var slegið um leið og þar var sett. Nú er stefnan á öll tíu vötnin í kringum Salzburg og í gær hjóluðum við fra´Salzburg og til þorpsins Seekirchen - veðrið er sól og blár himinn, og náttúrufegurðin hér er slík að það er varla hægt að lýsa henni og sumir segja að hún festist hreinlega ekki á mynd. en nú er að líða að brottför, pakka, hjóla, borða, horfa ....kv. Kristín
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við hjónin gætum alveg hugsað okkur að skjótast um austurískar grundir með ykkur. Við erum sammála þér um hæfileika hinna sunnlensku hagyrðinga. Kannski leynast einhverjir í þessum nýja hópi. Það er satt hjá þér síðasta ferð var frábær og áttir þú ekki hvað síst þátt í því.
Kveðja Gunna og Rósi
Guðrún og Rósi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:02
Knús
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 22.8.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.