22.4.2008 | 16:25
það var orðið svo vont í sjóinn og allt í veseni
Ég er búin að vera svoooo veik, flensuhelvíti, rétt hélt haus til að fara með barnabörnin í Borgarleikhúsið að sjá Ladda á föstudagskvöldið. Það var reyndar frábært, Snúlluskottið dansaði í stólnum af gleði með Eiríki Fjalar og frændum hans. Ég reyndar uppgötvaði það, sem er nú ekki svo merkilegt reyndar, að snúlluskottið sem er fimm ára og flottust af öllum, þekkir ekki Þórð húsvörð, Skúla rafvikja og hvað þá Saxa lækni - hún þekkir lögin en á hennar stuttu ævi hafa þessir karaktera ekki verið áberandi. Svona er dægurmenniningin, á sér bara dagslíf eins og dægurflugan. En á morgun mun ég þeytast meðfram sjónum, vera ekki með flensu hitta þingkonu eina skemmtilega mjög, vera ekki með flensu, lesa nýjar þjóðfræðibækur, hlusta á dægurlagatexta, hitta tæknimenn, vera ekki með flensu, já hvað svo? Myndin tengist efni bloggsins ekki en mér finnst samt rétt að minna á að nú nálgast sumarið og Feneyjar, Flórens og þá...
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að vera eða ekki vera... tja, það er nú spurningin!hvernig getur svona unggæðislega mælandi meyjartetur verið þekkt fyrir að VERA amma!?
Jú, skýringin liggur í augum uppi, hún hlýtur já hlýtur að VERA með flensuóráð!
En æ, er sjálfur smáflensaður með hnumpin mallakút, þar að leiðandi léttruglaður þessa stundina!
En hvaða þingkonur skildi fröken Hjólaferð kenna?
Einhverja af Skaganum?
Veit ekki, kannski Kata stigavörður,hún þó ekki fótboltabæjarfrauka!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 00:01
á ekki eina einustu rót á skagaknattspyrnukartöfluvellinum, og kenni ekki þingkonu, og á næstum einn tug barnabarna. þrjár leiðréttingar í einni setningu. er búin að tala við hóp þingfólks síðustu daga og hef haft geðveikt gaman af - ógisslega kúl fólk, ef svo mætti að orði komast. Bestu kveðjur k.
k.e (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:06
Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtunina hér í bloggheimum í vetur.
Steingerður Steinarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:47
hehehe, svona getur sjálfskapað sveinstaulavit farið með mann, fannst ég endilega hafa lesið eitthvað um einhverja taug þarna undir Hvalfjörðin og áfram!?Æ, verð að koma mér upp einhverri gáfulegri veiki, þetta gengur nú ekki Hjólaferð mín elskuleg!
En jájá, þó ég klikki á kankvísinni, þá læt ég ekki mitt eftir liggja í klisjukórnum.
Gleðilegt suuumaaar!
Og farin að leggja mig!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.