13.4.2008 | 21:53
- ég fór þaðan vísari og veikari -

Ég var að hugsa þar sem ég hjólaði hægt og rólega framhjá Skólavörðustíg eitthvað en húsið er lítið og svart, að e.t.v. væri hugmynd að bjarga þjóðarbúinu með því að byggja risafangelsi, t.d. fyrir svona þrjúþúsund manns, þá værum við með jafnmarga fanga, miðað við höfðatölu, eins og langbestu vinir okkar í vesturlöndum nær. Þá gæti fullt af fólki fengið vinnu við að passa fangana og ríkisstjórnin mundi borga fullt af peningum fyrir að geyma fangana og láta þá verða betri eða verri eða miklu verri. Svo gætu fullt af læknirum gefið þeim pillur og það væri hægt að flytja inn mörg tonn af pillum, eða kannski frekar að búa til litla og fallega heimilisiðnaðarstaði þar semværu búnar til pillur fyrir fangana. Þetta er til dæmis hugmynd sem gæti bjargað þjóðarbúinu, og við gætum haldið áfram að láta evrurnar liggja. Svo fór ég að hugsa um lagið sem Kasskarlinn í svörtu fötunum er alltaf að syngja fyrir fangana í sankventin fangelsinu, rosa margir fangar þar, og rosa margir fangaverðir. Voða væri nú gaman ef það væri hægt að þyngja refsingar hér á landi svo við fengjum fleiri fanga þá gætu fleiri söngvarar farið að syngja í fangelsum til dæmis þegar idolið/xfactor/bandið hansbubba og það alltsaman fer að verða frekar þreytt. Svo var ég líka að hugsa um illa siðaða strákófétið sem klagaði stórabróðurófétið sitt fyrir að rispa nýja fína hjólið sem hann hafði stolið af strákófétinu í næsta húsi. Þá sagði pabbinn; ef þú borgar fimmþúsundkall í heimilissjóðinn þá skal ég loka hann inni í kústaskáp i viku. Litla strákófétið hugsaði sig mjög lengi um en sagði svo ,,nei hann kemur bara verri og enn brjálaðri út. Nú var pabbinn ráðalaus, hvað getur maður gert ef litla strákófétið vill ekki hefna sín almennilega, ætli hann sé hinsegin?
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
-
aslaugh
-
gruvman
-
fjola
-
bjarnihardar
-
steingerdur
-
meistarinn
-
eddabjo
-
slembra
-
metal
-
smarijokull
-
kolbrunb
-
halkatla
-
landsveit
-
ranka
-
ragnhildur
-
drhook
-
baldurkr
-
hehau
-
gurrihar
-
juljul
-
margretloa
-
eyjolfurhressist
-
annabjo
-
nimbus
-
jensgud
-
agustolafur
-
eddaagn
-
ugla
-
ingabesta
-
folkerfifl
-
berglindnanna
-
torduringi
-
vinaminni
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
palmig
-
fararstjorinn
-
peturg
-
mariakr
-
ipanama
-
toshiki
-
idno
-
maggaelin
-
stormsker
-
salvor
-
stebbifr
-
lindagisla
-
margretsverris
-
kristjanb
-
gudridur
-
anika-yr
-
brandarar
-
ernani
-
gudjonbergmann
-
heida
-
hemmi
-
omarragnarsson
-
einherji
-
joklasol
-
steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stína mín
Ég á ekki orð yfir hvað þú hugsar djúpt og breitt og fallega. Þarna ertu búin að finna framtíðarlausn ávanda íslensks samfélags. Af hvurju ert þú ekki í Seðlabankanum en ekki þessi Davíð með ljóta hárið?
Svo er kústaskápur ekki góður geymslustaður fyrir strákóféti. Í gamladaga voru þeir settir í kolakjallara. Þar var sko ekki gott að vera. en annars þú ert fín.
Öddi Rag (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:08
Já alveg örugglega - og svo þegar hann verður orðinn stór og búin að finna sér mann þá verður hann pottþétt konan í sambandinu skiluru
Soffía Valdimarsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:10
Jahérnajahérnajahérna!
Þú hjólar mjög sjaldan eða eiginlega aldrei framhjá þessu litla þarna svarta á Skólavörðustígnum, er það nokkuð!? Þá verða ekki falleg og fyrirmyndarfabrikurnar álver í öllum fjörðum, heldur prison í plássi hverju hjá stjórnarskollum landsins!
Hmmm, hvaða hugmyndir færðu þegar og ef þú hjólar framhjá... -manekkihvaðhannhietirGeiramaxstaðnum-!?
Magnús Geir Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 21:46
það er fylgst með mér
- en mig langar að tjá mig um það að þegar ég var yfirlæknir háskólageðsjúkrahússins í lundi í svíþjóð kom í ljós að þeir sem fylgjast með konum á hjólum séu oftast mjög litlir og mjög feitir og kunna ekki sjálfir að hjóla - sbr. sænsk/finnsk rannsókn sem gerð var undir minni stjórn þegar ég sat í stjórn taugalæknasjúkrahússins í turku. kv.
k (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:02
Mitt ráð...hjólaðu og haltu þínu striki,,,,,
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 02:17
kvittari - já hvað með að setja upp hlið við hlið, risafangelsi, risastrippstaði, meina það, frábær hugmynd. KE
Kristín Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.