ljúfasta amorella, ástvina mín labella, lífið er tarantella, ég tilbið og elska þig

 Hvað þýðir eiginlega ,,tarantella"og hitt bullið sbr. fyrirsögnin? Veit það einhver? Veit sveitastúlkan með rauðu flétturnar og freknurnar, (fyrirgefðu, fléttur og freknur eru bara mjög flott svona stíllega séð skiluru). Allir sem hættir eru með snuð þekkja þetta lag sem heitir Amorella og varð það vinsælt u.þ.b. tveimur heilum áratugum áður en sveitastúlkan fór að styðja sig við rúmbrýkurnar í baðstofunni bak við hólana. Lagið er reyndar fremur leiðinlegt en mér þætti gaman að vita hvað þetta á eiginlega að þýða. Svo er ég að fara til suðurlanda og var að hugsa um hvort ég ætti að reyna að syngja þetta á pöbbum, en e.t.v væri betra að vita um hvað þetta er, bara svo ég geti gert lagið að mínu (alaIDOL) - mér finnst það spennandi og fréttir munu berast þaðan, þ.e.a.s. suðurlöndum,  á næstu dögum hér á þessari síðu. Einn góður og gegn vinur minn hringdi í mig í dag og sagðist hafa verið að lesa þetta blogg og að það væri svoleiðis langskemmtilegasta og jafnframt  langfróðlegasta blogg sem hann les - samt les þessi góði og gegni vinur minn mjög mörg blogg. Aðspurður hví hann kvitti ekki fyrir sínar ánægjulegu heimsóknir á þetta skemmtilega og fróðlega blogg, kvaðst hann bíða eftir að ég bloggaði um hann - nú hefi ég lokið því og bíð nú spennt....kv.KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Tarantella er mjög hraður suður-ítalskur dans sem einkennist mjög af tríólutöktum. Fjölmörg tónskáld hafa samið tarantellur, og suður-ítölsk þjóðlagatónlist er yfirfull af þeim. Þekktasta tarantellan hin síðari ár er sú sem var spiluð í brúðkaupinu í fyrstu Godfather-myndinni.

Annars væri frábært ef það væri búið að finna upp einhvers konar leið til að leita að svona upplýsingum á netinu.

Elías Halldór Ágústsson, 17.3.2008 kl. 19:40

2 identicon

sæll Elías og takk kærlega fyrir þetta - kristín

kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta var fróðlegt.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.3.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Örn Ragnarsson

Sæl Stína

ég held að þú sért að vill á þér heimildir hvað varðar aldur. Sko Haukur Mortens söng þetta og gerði vinsælt þegar ég var tíu ára og það er ægilega langt síðan eða í kringum 1963.

Tarantella er náttúrulega myndað við hljóðbreytingu úr Tarantúla en höfundur textans hefur verið að vandræðast með rím á móti bella, Stella eða Ella og út frá hrynjandi valdi Tarantella.

Vildi gjarnan vera á leið í nhjólatúr með þér en verða ða fresta því að minnsta kosti um eitt ár þar sem ég er sjálfur að fara til Sil-kileyjar til að ná samböndum við Cosa Nostra, eða þannig.

Einlægur áðdáandi

Öddi Ragg

Örn Ragnarsson, 17.3.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

sæll Öddi og djöfull er gaman að heyra frá þér - ég var ekki að tala um minn aldur enda er ég eins og allir vita án aldurs - ég var að ræða aldur tilVONAndi tengadóttur minnar sem er reyndar næstum því sveitungi þinn. Ég hélt alltaf Hawk væri að syngja um kóngulóruna tarantúllu, þá hefði hann getað látið það ríma við búllu, og snúllu en þá sleppt bæði bellu og stellu. Förum að hittast, við verðum að fara að hittast og ræða næsta alvöruhitting - í alvöru talað. Ef við förum ekki að hittast gæti einhver annar/önnur skipað sér í sjálfskipaða nefnd - maður á alltaf að reyna að vera á undan í stjórnamyndunum og þá mundi hittingurinn klúðrast og það viljum við EKKKKKI. Og viðurkenndu að þú þorir ekki í hjólaferð, ef þú þorir drífðu þig þá....Elska þig og alla hina líka. EMMA

Kristín Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 20:34

6 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Tarantella er kennd við upprunabæ sinn, Taranto á Suður-Ítalíu, eins og tarantúlurnar. Síðar komu margs kyns alþýðuskýringar sem spyrtu saman köngulærnar og dansinn. Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Tarantella.

Elías Halldór Ágústsson, 17.3.2008 kl. 22:15

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Stína mín, ég efast ekkert um sönghæfileika þína.  Nú er bara að gera lagið að sínu og troða upp.  Love you aldurslausa kvinna og ég huga að hjólaferð mér þér að ári, þá getum við saman sungið og dansað !!

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, sá mikli ástmögur ungra kvenna allra tíma, hefur ekki aldeilis verið að vandræðast neitt með rímið, ferðalangur sjálfur um þessi héruð er kvæðið um Caprí Katarínu fjallaði um!

Og ef einhver skildi ekki vita, þá er sá er um er rætt, sjálfur Davíð frá Fagraskógi Stefánsson!

Ég er nú eftir stutta en afskaplega skemmtilega viðkynningu, nánast 99,2% viss um að þegar þú hefur heillað suðrænu löndin upp úr sokkaleistunum, mun hróður þinn verða slíkur að Evrovisíonhnossið verður þitt að ári, útvalin verður þú söngsvanur að syngja lagið hans Barða! (sem auðvitað vinnur já næst!)

og um aldur þinn?

Það sjá nú allir, að þú ert kot-ROSKIÐ kvinnueintak svo af ber!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 00:22

9 identicon

Mín kæra suocera

Nú, þannig er mál með vexti að þrátt fyrir að hafa hætt með snuð fyrir nokkru þekki ég eigi þetta lag. Það kemur þó ekki að sök við þýðingar. Eins og fram hefur komið er Tarantella þjóðdans minna ástkæru Ítala, fellur undir þjóðfræðiefni (ég hef þó ekki dansað hann en minnir að ég hafi einhvurn tímann spilað lag á píanó sem bar þetta nafn). La bella þýðir einfaldlega hin fagra (la er kvenkyns greinir).  Amorella þekkist held ég helst sem nafn sem ég tel þó ekki svo algengt. Að öllum líkindum er þetta tilvísun í einhverja sem er manni ástkær sbr. amore eða ást. Nú ef við viljum fara langsóttu leiðina þá má til gamans geta að elle merkir "hún" á frönsku. Við nánari eftirgrennslan orðsins/nafnsins Amorella er til að mynda finnsk ferja eða skemmtiferðarskip sem ber það. Einnig sýnist mér að það sé vinsælt á meðal transara, þ.e. klæðskiptinga!

Að lokum vona ég að þú hafir það gott úti og verðir ógó brún.

Þín,

TilVONAndi tengdadóttir

P.s. Ég veit ekki alveg með sönginn á pöbbunum, ættir kannski að hafa heiður þinn og minn í huga áður en þú stígur á stokk!

Ingibjörg Hanna (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:35

10 identicon

Getur nokkrum manni komið á óvart að elskurík móðir vilji fá slíkan kvenkost til handa ólofuðu drengbarni sínu. Verð samt að trúa þér fyrir því mín kær ttd að mynd brá fyrir augu mín við lestur þíns skörulega komments og var myndin eftirfarand; svið; ættarmót og allir fullir, sú tegundin karnival skiluru, nú amman heldur í gamla bændasamfélagið og dansar brjálæðislegan trylltan tarantúlludans uppi á völtu tréborði, sonurinn horfir sorgmæddur á en tekur ekki til sinna ráða enda ýmsu vanur frá sinni erfiðu barnæsku, tm hlær enda svo sjúklega hláturmild að liggur við geðveiki en það sem toppar myndina er rauðhært ýkt hávaxið barn sem gargar pönkútsetningu lagsins amorella sem amman hafði kennt því í vöggu og svo framvegis --- framhald frjálst kv. og farin til fjarlægra landa

kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:09

11 identicon

leiðréttingar: þriðja lína að neðan tm lesist td - sökum æsings gleymdi höfundur að taka fram að gamalmennið dansandi er í rifnum upphlut - hvar er Baltasar máksinskor- hvar eru tilboðin?

kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:22

12 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ingibjörg Hanna ætti að kynna sér smættunarendingar í latneskum málum, en -ella er í orðinu tarantella er einmitt ein slík.

"Ítalía" er í rauninni síðari tíma uppfinning, þó hugtakið sé eldra en Rómaveldi. Flest allt það sem er "ítalskt" í hugum okkar norðanfólksins, er í rauninni suður-ítalskt, sem tilheyrði Konungsríki hinna Tveggja Sikileyja, sem var konungsríki sem var stofnað af frænda okkar, Roðgeiri Jarli, sem var afkomandi Göngu-Hrólfs. Höfuðborg þessa ríkis var Napólí í Kampaníu, sem innfæddir kalla Napule. 'O Sole Mio, pizza, ástarsöngvar með mandólín- og gítarundirleik, linguine con vongole, tarantella, sítrónur, suðrænar drósir sem nefnast Katari' og svo lög sem innihalda óeðlilega mikið af mollsexundum (eins og t.d. Dagný eftir Fúsa, sem ég hefði getað svarið að væri napólískt gítarlag ef ég hefði ekki betri heimildir sem segja annað); allt þetta er mest dæmigert fyrir héröðin sunnan Rómar, sem voru í rauninni grískar nýlendur fram eftir öllu, og sagan segir að í Napólí (jafnvel orðið sjálft er grískt, Neapolis, hin nýja borg) hafi allur almenningur talað grísku allt fram á miðja fyrstu öld eftir tímatal vort.

Elías Halldór Ágústsson, 19.3.2008 kl. 01:32

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er skemmtilegt spjall hérna hjá þér Kristín!

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband