15.3.2008 | 22:25
...og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann
ég geri mér grein fyrir því að einhverjum (sem halda að þeir séu eilífðartöffarar) gæti mögulega fundist ég missa kúlið við eftirfarandi játningu: mér finnst nebblega Elvis Presley æði - algjört æði - Ég get endalaust hlustað á hann játa að hafa grenjað af gleði í kapellunni - (ef ég nennti mundi ég linka á þetta lag í jútjúb) svo einfalt og svoooo ótrúlega flott - ég er með þetta þrisvar i röð í litlu svörtu græjunni sem vex út úr eyrunum á mér á hjólfáknum ... það ´lag sem mér finnst þó flottast nákvæmlega núna er; ertu einmana í nótt? --- ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra fyrir þér afglapinn þinn hvað er flott við þetta - og ég er alls ekki að tala um upptökuna þegar hann flissar mér finnst það nú bara hallærislegt. .. . Já og svo er eitt elvis breytti engu ... hann hitti á tóninn sem fyrir var í heiminum á þessum tíma og söng með þeim tón - ég veit ekki hvort honum datt nokkurn tíman í hug að hann hafi breytt tónlistarsögunni - það er bara smákóngum á smáskerjum sem dettur slíkt í hug.
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halleljúja, haaaaalleeelújaaaa
ELVIS LiFIR!!!
Eða tja, mér hefur allavega aldrei verið sýnt dánarvottorðið hans og meðan hörðustu hjólandi töffarar há- og eldfjallaeyjunnar Ísfoldíu, gráta sem bleyjubörn væru yfir raulinu í honum, þá er hann allavega ekki ennþá #Dauður úr öllum æðum"!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 00:09
Hefurðu hlustað á Nickulas Cage taka Elvis? Hann er geggjaður - eiginlega betri en Elvis!
Sendi þér krækjuna á youtube:
http://youtube.com/watch?v=P71Xx3EC67Y
Edda Agnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 00:46
Takk Edda - þetta er náttúrulega frábært -
en kvittari (taktu eftir að þú hefur lækkað aðeins) vottar fyrir hroka og yfirlæti, eða hvað? hvern andsk....ertu að meina með rauli? kvke
kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 08:52
Á þessu heimili eru allir Elvis fan! Sonurinn fæddist með Elvis á fóninn ljósmóðurinn til mikilla gleði þar sem parið á undan voru heavy metal rokkarar og vildu hafa tónlistina á hæsta styrk. Hafði það af að sauma út andlitsmynd af Elvis fyrir afmæli mannsins míns og það er stór svarthvít mynd af goðinu inn í stofu. Við erum ennþá ekki komin svo langt að vera með altari en hver veit
ELVIS LIFIR!!!
Hulda Guðrún (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 08:59
Mamama, hvahvahva, raul ernú ekkert gaul eða baul, þú þarna (og taktu eftir bara sjálf að ferð fölnandi!) STína smáfríða!
En jújú og seisei, er nú ekki þingeyskættaður þorpari fyrir ekki neitt,, hroki og yfirlæti var víst fundið upp þar, sérstaklega í suðursýslunni gæti ég sem best trúað!?
Enenen, í kvertetri nokkru birtist vísutetur nokkurt, sem ort var á fornsögulegum tíma ævi höfundar og nefnist einmitt Sjálfslýsing:
Magnús heitir maður sá,
er mælir nú við ykkur.
Gjarnan stígur stokkin á,
er stækur hrokagikkur!
En sveisvei segjum vér nú bara, Skaga-Edda hérna vogar sér að móðga konungin sjálfan og halda því fram að einhver leikaralarfur, Nikki Búri, sé æðri!?
Megi heita vatnið að eilífu skorta á Skaga er slík grunnhyggja grasserar!
En frúin hér á undan og hennar kall með viti!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 18:44
Búri, er það ekki ostur annars?
Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 18:47
Halllló - ég verð að viðurkenna það að ég fann fyrir svima þegar við Mr. Cage horfðumst djúpt í augu hér í gegnum tölvuskjáinn - en ég held þó að ef Mr. Presley léki sama leikinn - hefði ég líklega endað á gólfinu.... þetta er flott, viðurkennum það játum okkur sigruð, dauð og grafin...ST
kristin einarsdottir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:15
Jammogjæja, Hann var svoddans ágætur sem Berrassaði "Bördí" þarna um árið og krassandi í myndinni þarna sem Sigurjón Sighvats blæddi í fyrir David Lynch, Villihjörtu, sem mikið til snérist þó um "Rúmstokksbrögð" með ljóskunni Láru Dern!(og ef mig misminnir ekki, var alltaf við þau tækifæri spiluð ljúf og seyðandi þungarokksmelódía með stórsveitinni Slaughterhouse!?)
Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.