Doktorsgráðan í Róm

Ég held að nú sé svo algerlega tímabært að segja frá hinu margrómaða þriggja ára plani sem endar í Róm með mikilli viðhöfn. Þessi hugmynd gerjaðist síðasta sumar og er nú fullmótuð og mun lítið ef nokkuð breytast. Þannig er að sá eða sú sem hjólar sitt fyrsta sumar frá Bolzano í Norður-Ítalíu (sjá ferðalýsingu) og til Feneyja, næsta sumar frá Feneyjum til Flórens og þriðja sumarið frá Flórens til Róm mun fá þar hina æðstu gráðu sem hægt er að öðlast í hjólreiðum um suðrænar slóðir. Við athöfnina mun aðili þessi krýndur  hinum ferhyrnda hatti sem annars bara útlendingar fá þegar þeir hafa lokið einhverju gráðum. Hjóladoktorinn mun auk þess klæðast smekklega hönnuðum hjólabúningi, fá diplomaskjal til að hengja upp í stofunni heima. Ýmislegt annað verður á döfinni sem nánar verður tilgreint siðar. Eins og glöggir lesendur sjá er ferðalýsing á þriðja og erfiðasta hluta leiðarinnar ekki kominn á vef www.uu.is en hann kemur fyrr en varir.  kv. KE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stína.... Þú ert æði.  Veistu hvort  Skeggur (Þór) kennari enn á lífi?  Gaman væri að spyrja hann hvort þú hafir verið svona góður penni á RSK í denn.  En ég er glaður að sjá að þú ert aftur farin að "blogga". Þoli ekki orðið   Það var fyrir tilviljun að ég sá þig og fjandans bloggið þitt...Biðst forláts... blótið tilheyrir orðinu blogg.  En ég sé að þú ert orðin brjálaður hjólreiðaaðdáandi. Virðist þeysa á fáki þínum um alla Ítalíu og er það vel.    Ég er af skiljanlegum ástæðum mikill Ítalíuaðdáandi líka.  En mér fer best að ferðast í blikkbelju eða á hestbaki.  þú ættir að prófa það.  Er klár á að þú ert fær knapi síðan í uppvextinum í Borgarfirðinum  Gani þér... eða hjóli þér vel......Siggi Þ

Siggi Þórarinss. (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:52

2 identicon

Stína.... Þú ert æði.  Veistu hvort  Skeggur (Þór) kennari enn á lífi?  Gaman væri að spyrja hann hvort þú hafir verið svona góður penni á RSK í denn.  En ég er glaður að sjá að þú ert aftur farin að "blogga". Þoli ekki orðið   Það var fyrir tilviljun að ég sá þig og fjandans bloggið þitt...Biðst forláts... blótið tilheyrir orðinu blogg.  En ég sé að þú ert orðin brjálaður hjólreiðaaðdáandi. Virðist þeysa á fáki þínum um alla Ítalíu og er það vel.    Ég er af skiljanlegum ástæðum mikill Ítalíuaðdáandi líka.  En mér fer best að ferðast í blikkbelju eða á hestbaki.  þú ættir að prófa það.  Er klár á að þú ert fær knapi síðan í uppvextinum í Borgarfirðinum  Gangi þér... eða hjóli þér vel......Siggi Þ

Siggi Þórarinss. (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:53

3 identicon

Sæll Siggi og ótrúlega er gaman að heyra frá þér - einhver sagði að maður ætti ekki að leika sér að matnum og þá hætti ég að fara á hestbak....;).Ég held í alvöru að þessi uppáhaldskennari minn hafi gert sér grein fyrir mínum ótrúlegu hæfileikum en líklega bara óttast þá - skiluru - haldið að ég gæti náð heimsyfirráðum eða eitthvað.  Mér finnst eindregið að þú ættir að velta fyrir þér að koma með mér í hjólaferð - þú og þinn spúsi - þetta er ótrúlega gaman, hringdu í mig eða sendu mér póst. heyrumst kv. Stína - kriste@hi.is

kristín (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband