28.10.2007 | 06:04
hjólaferðinfeneyjarflorenseraðhefjast
Sit og bíð eftir að Lalli verði tilbúinn. Veit ekki með ykkur en gera þyrfti rannsókn á þeirri gömlu og þreyttu mýtu að karlar þurfi að bíða eftir konum. Skil ekki hvað minn karl getur verið að gera endalaust að snyrta sig held ég. En, sumsé, nú er ferðinni heitið til víkurinnar Kefla og þaðan til Róms, í Róm þurfum við að finna bestu leið með lest til Feneyja - tekur kannski 4 tíma en hvað með það? Við bara lesum og borðum og sofum og lesum og horfum út um gluggann. Þið, kæru hjólreiðagarpar megið aftur á móti eiga von á langferðabifreið og bílstjóra með hatt, komnum í stuð, sem ekur ykkar af öryggi og með gleði á áfangastað. Ég er samt ekki að kvarta yfir lestarferðinni, mér finnst alltat eitthvað spennandi að koma á flugstöð, finna lestina og fara svo í lestina og komast vonandi á réttan stað. Ég er komin á stig 9 í tilhlökkun, sem er rétt undir hættumörkum. Í kvöld verðum við í töfraborginni Feneyjum og á morgun hjólum við yfir friðarbrúna, tökum svo ferju yfir á Lído, hjólum eftir endilangri Lído eynni og þaðan á eyju eftir eyju þangað til áfangastað er náð. Ég mun blogga samviskusamlega, hvar sem ég næ í tölvu sem ég held að sé nú bara víðast. Bestu kveðjur Kristín
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í lestinni, verst að þið skulið ekki fá tækifæri til að hjóla svolítið um Róm, það er svo ofboðslega skemmtileg umferðin þar ;-) . Svona í lokinn "Búningurinn" passar eins og hann hafi verið saumaður á kallinn, "1000 x takk", kanski þetta hjálpi til að sparka í afturendan á kallinum. Kv. Falex
Friðrik (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.