Laugavegurinn, Álftavatn, Hattfellið

Ég er að fara að ganga Laugaveginn líklega í fimmtánda skipti og hlakka mjög mikið til. Laugavegurinner eins og allir vita sem þar hafa verið er hreinasta ævintýri, jöklar, litir og líparít, grænn mosi, ganga í kringum Álftavatn, svartir sandar, vaða yfir Bláfjallakvísl og ganga með Hattfellinu síðustu tvo dagana. Hattfellið er magnaðasta fjall landsins, svo einfalt er það nú. Góður vinur minn og ferðafélagi til margra ára í hinum eftirminnilegu Smáraskólaferðum hljóp eitt sinn upp á fjallið til að athuga hvort þangað væri hægt að bjóða gestum við athöfn sem þar mun fara fram einhverntíman, sem betur fer er ekki hægt að tímasetja hana nánar.  K

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, hvaða athöfn, þú hefur alveg gleymt að setja mig inn í það mál. Það gæti nú verið að ég þyrfti að æfa mig aðeins, þú veist, taka á því.

Áfram KR, Jórunn

Jórunn (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:39

2 identicon

jú Jórunn mín, eftir að hafa fengið neitun á að ösku minni yrði dreift yfir jólahlaðborð ákveðins menntaseturs hér í nágrenninu, ákvað ég að dreifingin færi fram af Hattfelli og fólki gert skylt að mæta, og klifa tindinn, (já í hælaskóm og dragt). Auk þess þætti mér vissulega við hæfi að vinir, fjölskylda, fyrrverandi og núverandi vinnufélagar á öllum þeim fjölmennu vinnustöðum sem ég hef glatt með nærveru minni, myndu ekki neita matar né drykkjar á sinni jólahátíð nema koma og vitja hins helga staðar. Þar hefurðu það mín kæra. K

kristín (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 21:43

3 identicon

mmmm, það er ekki laust við að ég sjái eftir að hafa spurt! Þó er aldrei að vita nema að systir Loðmfjörð reddi þyrlu.

Áfram KR, Jórunn

Jórunn (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband