Nýr hjólfákur

Ég finn hjá mér óstöðvandi löngun til að tjá mig um það að ég keypti mér nýtt hjól. Þetta er mjööög dýrt hjól, almenningur í þessu landi hefur ekki efni á að kaupa sér slíkan fák en mig munaði hreint ekki neitt um það. Ég á mörg önnur hjól en ég þurfti að bæta einu við til að skreppa á bæjarleiðir, bara þessar styttri ferðir, þar sem ekki þarf sérstaka fjallareiðfáka til. Þess verð ég líka að geta að ég hjóla mjöööög hratt á téðu hjóli, það hratt að nágrannarnir eru með röfl (rövl?) sérstaklega þegar grjótið úr innkeyrslunni þeytist undan hinum vel mynstruðu dekkjum fáksins og í ódýru gluggana hjá þessu liði. Mér finnst líka svolítið stuð að prófa hljómfagra bjölluna þegar ég kem þeysandi inn götuna.  Ég veit að þetta tuð er mest öfund (af því eins og fram hefur komið þau hafa auðvitað ekki efni á svona dýru hjóli) en svo er líka það að ég hef staðið í þvargi við grannana lengi, mest vegna þess að mínir vinir fara stundum inn í garðinn hjá þeim að pissa þegar við erum með partý og svo náttúrulega reykja þeir undir gluggunum hjá þeim. Ég leyfi náttúrlega ekki reykingar á minni lóð, kemur svo vond lykt. Ég trúi því að fleiri í minni stöðu eigi eftir að sveifla sér sínar bæjarleiðir á svipuðum farkostum.

kv. K


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þig! Bara rétt í eitt agnarsmátt augnarblik, það var rosa fart á þér!

Til hamingju!

Áfram KR, Jórunn

PS: Svartur lítill sætur konubíll til sölu eða í skiptum fyrir mjög flott hjól! (Vil vera eins og ríka og fína fólkið)

Jórunn (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband