Afar, ömmur, barnabörn og frænka.

Nú víkur sögunni að barnabarnaferðinni sem farin var meðfram Dóná í síðustu viku. Ferðin hófst við Schalding sem er örsmátt þorp um það bil 30 km. frá Passau. Þangað komu tvær ömmur, einn afi, fjögur barnabörn og ein frænka eftir flug og rútuferð á þriðjudagskvöldi fyrir rúmri viku. Daginn eftir var hjólað af stað og allt gekk eins og í sögu, börnin dáðust að skemmtiferðaskipunum á ánni, risastórum vöruflutningaprömmum, öllum skrítnu pöddunum sem þau voru ótrúlega fundvís á og spjölluðu endalaust um fótbolta, gírskiptingar og hversu langt væri í næsta stopp. Börnum finnst gaman að hjóla, þau þurfa ekki mikla aðra afþreyingu, samt var stoppað til að sulla í vötnum og skoða kastala en fullorðnir þurfa stöðugt að vera minnugir þess að það sem vekur áhuga barnanna þarf ekki endilega að vera það sama og vekur áhuga fullorðinna. Það er til dæmis ótrúlega spennandi að fara með litlum bát yfir ána, eða að sjá hvort sælgæti bíður á koddanum á hótelinu. Eftir að hafa hjólað 280 kílómetra komum við til Vínar þar sem börnin keyptu gjafir handa systkinum og foreldrum,fengu að fara á fyrsta McDonaldsstaðinn í ferðinni og gáfu Mozart sjálfum pening í dósina sem hann hafði með sér úti á götu. Snemma morguns 3. júlí var lestin tekin til Munchen, þar beið flugfákur til að flytja hjólagarpa heim til landsins bláa. kv. K

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband