afmaelisveislan einstaka

Hae, tad hefur ad sjalfsogdu ekki farid framhja neinum ad afmaelisdagur undirritadrar bar upp einmitt i dag her i midri hjolaferd. Mer fannst vid haefi ad allir her i tessum goda hopi fengju ad vita af tessu stormali og ekki stodk a vidbrogdunum enda afburda vidbragsdhratt folk her a hjolaferd. I dag hjoludum vid um fuglaverndunarsvaedi tar sem heyra matti fremur en sja fidurfenadinn gamna ser og i sefinu, ungana tista og enstoku hvita hrafna eda hegra. Einn orn sa eg veifa vaengjum og eitt glaesileg geirfuglspar synti  med sina fimm unga eftir siíkin. Tegar hopruinn kleif einn haan turn til ad geta betur barid fidurfenadinn augum var mer ta til undruna og gledi tekin upp kampavinsflaska og glos og skalad fyrir afmaeli minu. Tetta er an efa einn flottasti gerningur sem gerdur hefur verid af tilefni tessu og mer og orugglega ollum vidstoddum ógleymanlegur. En, thetta folk, thetta folk - oft er tvi haldid fram ad ekki fari nema gott folk i slíkar ferdir, en hjolaferdir samanstanda af ljuflingum, fyndnu folki og bara ......og tessi ferd er einmitt slík, hlátur, hlátur og gledi. Fra morgni til kvolds. Reyndar er verid ad raeda um ad stofna hjolaferdahop,  og nefna ta hopinn ,,hjolfarid" Hvad sýnist lesendum tad nafn og eru adrar tillogur (finn ekki spurningamerkid og timinn er búinn) kv. Stína/kristín

allir katir

hjoludum í gaer langt yfir 70 km. um sveitir og eftir stigum, bordudum i hadeginum i figuera sem er otrulega fagur baer vid sjoinn, skodumum dyrholaeya majorka, komum svo hingad til sillot  Allir svo hressir og katir, og serlega skemmtilegt folk sem er med i for. Unglingurinn Daniel ber af ollum sakir hugprydi og ljufmennsku og er ta mikid sagt i tessum ljufa hopi folks sem her er a ferd.

ja hopurinn er frabaer og jafnvel bestur

i morgun fengum vid hin flottu eurobike hjol sem eru gaedd teim einstaeda eiginleika ad hjola naestum sjalf, og a strondinn plaeija du palma settumst vid a tessa tofrahjolfaka og hjoludum svo medframsjonum, horfdum a folk sem la i sinum strandstolum og las, krakka i fotbolta, unglinga i blaki og innfaedda ad selja dotid sitt i budunun. Eftir nokkra kilometra beygdum vid fra strondinni og byrjudum ad hjola medfram hlodnum veggjum, trjam, okrum og faeinum hestum. Vid og vid heyrum vid i hana gala og hundum gelta. Annars er bara fridur, golan kaelir solina sem er ansi heit her og eins gott ad muna eftir solarvorninni. I hadeginu bordudum vid a svo fallegum stad ad undrum saetir, vid strond sem var svo frabaer og maturinn godur. Audvitvitad tarf maturinn ad vera serstaklega godur fyrir hjolagarpa eins og okkur. Nu erum vid i torpinu San Jordi, buin ad borda og erum ad fara ad sofa.... og svo a morgun hjolum vid til Porto Cristo og skodum drekahellana.

kv. KE


hópurinn er frábaer sé tad strax

vid erum sumsé lent á Mallorka og bidum eftir ad fa hjolin afhent .... svo munum vid hjola hratt en af oryggi medfram strondinni, beygjum inn a eyjuna og skodum trjutusundara gamlar minjar frumbyggja, eftir tad aftur nidur ad strond, hadegishle vid fegurstu strond majorka og svo afram og afram tar til vid komum i naesta gististad sem heitir San Jordi.... meira i kvold. kv. Kristin

Mallorka

Það er auðvitað út í hött að hér skuli ekki vera bloggað meira en eftir að framhjáhald bloggarans tók á sig alvarlegar myndir með feisbúkkinu varð lítið um sinningu hérna megin. En þar sem nú stendur fyrir dyrum hjólaferð á Mallorka verður gerð tilraun til bloggs. Tveir dagar eru til brottfarar sem þýðir að versla verður ýmislegt, eins og sólarvörn, sólgleraugu, sólhatt og svona. En það þarf lika að láta sig hlakka til og það er ekki lítill hluti af hverju ferðalagi. Ég hef reyndar svo oft hlakkað mikið til að liggur við veikindum, nú er ég farin að reyna að bíða með tilhlökkun þar til stutt er til ferðar. Ég veit að sumir hlakka aldrei til, borgar sig ekki því þá verður maður ekki fyrir vonbrigðum. Mér finnst það svipað eins og að neita að finna matarlykt fyrir matinn, þá verði maturinn líklega bara vondur, eða neita að horfa á gott veður út um gluggann.... Mér finnst reyndar fremur leitt hversu fáir af mínum frábæru ferðafélögum sjá sér fært að hjóla í útlöndum í sumar en vonandi kemur betri tíð og mörg blóm í haga.  

...og kaupin á portúgalska teppinu

2. kafli - Portugalska teppið

Sjá mynd í fullri stærð

Eftir að hafa skoðað veggteppi á hótelinu í Algarve og séð að þau voru saumuð með hinum séríslenska krossaum leið mér eins og upphluturinn og jafnvel þjóðernistilfinningin rynni af mér allri. En eftir að hafa jafnað mig nokkuð vel spurði ég eina portúgalska starfskonu hótelsins hvort hægt væri að kaupa sér slík teppi á nálægum slóðum. Hún hélt það nú og benti á verslun í þriggja mínútna göngufæri. Þangað skunduðum við hjónin og í þeirri verslun blasti við okkur garn og meira garn í ótrúlegustu litum og í rekka var raðað blöðum með myndum og leiðbeiningum um teppasaum. Ég opna eitt blaðið og við mér blasti TEPPIÐ mitt - dökkblátt með ljósum kanti og svo ótrúlega fögrum litum að annað eins hafði Snæfríður t.d. ekki séð í hinni fornu mynd. Þetta teppi ákvað ég að kaupa og beið ekki þolinmóð en leit samt út fyrir að vera þolinmóð eftir að handavinnuafgreiðslukonan losnaði frá einum sínum allra besta kúnna. Ég tjáði mig kurteislega um það að ég vildi kaupa þett teppi - leit hún þá á mig og ég hélt að það sama væri að fara að gerast og í heimilisiðnaðarbúðinni forðum - en hún sagði með áhyggjusvip; Þú sérð að þetta teppi er þriggja metra langt og metir á breidd. Þá sá ég að fyrir neðan myndina var skráð lengd og breidd og engu logið, en teppið var innvígt í minn haus og ég horfði djúpt í augu konunnar og sagði ,,jú takk þetta teppi takk" Þú verður þá að koma á morgun sagði konan, það tekur mig tíma að taka til efnið í teppið. Allt i lagi sagði ég en fannst það samt ekki í lagi, ég vildi bara fá teppi strax og byrja að sauma strax, af því að þarna var ég í alvarlegu kasti. En, varð að láta mig hafa það að fara heim og bíða næsta dags.


framhaldssagan af teppinu

 

Jú - ég kláraði Riddarateppið - (sjá fyrra blogg - þið verðið bara að fylgjast með) og það er saumað með ,,íslenskum krosssaum" sem þeir sem ekki eru að kafna í þjóðernisrembingi kalla líka fléttusaum. Þetta kenndi adgreiðslukonan í heimilisiðnaðarbúðinni mér hreinlega yfir búðarborðið og ég sýndi þar áður óþekkta handavinnuhæfileika og lærði sporið á um það bil hálfri mínútu. En ég semsagt lauk við teppið á einhverjum árum  og mér leið svolítið eins og konu sem gengur í upphlut dagsdaglega eða jafnvel eins og Snæfríði þar sem hún situr í Bræðratungu og lýtur yfir hina fornu mynd (gerist þetta dramatískara?). En um þetta leiti var ég líka að ljúka við grunnnámí þjóðfræðinni og þjóðleg svo afbar. Skrifandi langar ritgerðir um Grýlukvæði og ég veit ekki hvað og hvað. En þennan vetur þjáðist ég af flensuskömm hreinlega allan veturinn og minn góði maður ákvað að til sólarstranda skyldi haldið til að ná flensunni úr frúnni. Gleymi aldrei þeirri flugferð skal ég segja ykkur.... En eftir nokkra vist á hóteli Algarve og nágrennis var mér gengið inn á veitingastaðinn sem staðsettur var í kjallaranum  - og hvað haldið þið - þar eru upp um alla veggi teppi í ýmsum stærðum og gerðum saumuð í ÍSLENSKUN KROSSAUM  og legg ég ekki meira á ykkur í bili - framhald síðar - . ok ég veit þið eruð spennt. kv. KE


barnabörn - ráð handa þeim sem ekki nenna

 

Þannig er að yfir okkur hjónunum er mikið barna- og barnabarnalán. Barnabarn númer tíu fæddist fyrir skömmu og hin eru þrjggja til tíu ára. Tíu ára börnin eru einmitt fædd sama dag, svo ótrúlegt sem það er nú og eru ekki tvíburar. Nenni ekki að útskýra þetta frekar. En sem sagt þetta er fríður og skemmtilegur hópur - og við hjónin, afinn og amman, höfum komið upp þeirri hefð að fara í barnabarnaferðir. Það vill svo til að afinn hefur yfir langferðabifreið að ráða og við sem sagt ökum um allan bæ á rútunni og pikkum upp barnabörn í helstu hverfum höfuðborgarsvæðisins.

Í dag fórum við til dæmis í Húsdýragarðinn með allan hópinn, kíktum á Mikka ref, svín og geitur og að því loknu upphófst mikill eltinga- og svo feluleikur í sjóræningjaskipinu. ,,Stóru" krakkarnir voru ótrulega góð og tillitssöm við þau litlu og þetta er bara svo gaman. Eftir húsdýragarðinn fórum við svo í Perluna og allir fengu ís. Í þessum barnabarnaferðum höfum við til dæmis farið í fjöruferð, Álfasetrið, leikhús og bíó og auðvitað í hjólaferðir. Mér finnst til dæmis ekki mjög skemmtilegt að bjóða fólki í matar- eða kaffiboð, fyllist hreinlega algerri letitilfinningu við tilhugsunina - fullorðna fólkið að tala um Davíð og krakkarnir... Mér finnst reyndar ágætt að mæta í boð hjá öðrum, nenni bara ekki að halda þau sjálf. En í barnabarnaferðunum skemmta allir sér vel - börnin og ekki síst afinn og amman. kv. KE 


að hjóla í góða veðrinu

Já ég hjóla þótt það sé þurrt og ryk og svona og svona. Ég er nebblega búin að finna út hvers vegna mér verður aldrei misdægurt, fæ ekki flensu, kvef né t.d. nokkra geðveilu svo mark sé á takandi. Það er út af því að rykið af götunum er svo bakteríudrepandi, og annað sem er miklu meira virði, það er að útblásturinn gerir mann svo fallega brúnan að sólarlandaferðir og sólbekkjalegur verða gersamlega óþarfar. Ef ytri fegurð skiptir yður einhverju máli - stígið á hjólið og brosið til feitubollanna í jeppunum. Bestu kveðjur KE

ég er að sauma

Stundum hefur það gerst að konur, t.d. samstarfskonur á einhverjum tímum og stöðum hafa rekið nefið inn á mitt fagra heimili og séð veggteppi mörg og fögur sem ég hef saumað í gegnum tíðina. Við þessi tækifæri hafa þessar konur oft tekið hin alvarlegustu andköf og tjáð sig með látum um að þessu hafi þær ekki átt von á....handavinnukonan Kristín.... En ég nebblega fékk einusinni vitrun - eða alvarlegt kast, og var það fyrir mörgum árum þegar mér sem þáverandi þjóðfræðinema var boðið ásamt öðrum nemendum í þjóðminjasafnið sem í raun var búið að loka en afþví við vorum innvígð fengum við að kíkja á dýrðirnar. Þar í þess merka safni rak ég augun í teppi og eitt alvarlegt kast kom yfir mig - örugglega þekkja þeir sem stunda krossinn í kópavogi eitthvað svipað - en þetta teppi vildi ég sauma og hafði reynar aldrei saumað nokkurn hlut áður nema í handavinnutímum í skóla og eru minningar um þá tíma ekki sársaukalausar. En ég sumsé stormaði í held ég verslun heimilisiðnaðarfélagsins og heimtaði teppið - en nei ekki hægt sagði konan og mér lá við gráti. Svolitið eins og ef Gunnar mundi segja nei við þann sem vildi vitna - mundi náttlega aldrei gerast - en konan bakvið búðarborðið benti mér á tilbúinn pakka  með Riddarateppinu - ég lét mer segjast og ´keypti pakkann með Riddarateppinu og saumaði þar með mitt fyrsta teppi af mörgum og merkum ævintýrum sem teppasaumur hefur lietti mig í og ég hef ákveðið að deila með ykkur hér á þessu merka bloggi. En nú aftur að sauma...kv ke. takið eftir þriðja bloggið í dag - er ekki allt í lagi???

Næsta síða »

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband