31.5.2009 | 17:58
afmaelisveislan einstaka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 06:49
allir katir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2009 | 19:10
ja hopurinn er frabaer og jafnvel bestur
i morgun fengum vid hin flottu eurobike hjol sem eru gaedd teim einstaeda eiginleika ad hjola naestum sjalf, og a strondinn plaeija du palma settumst vid a tessa tofrahjolfaka og hjoludum svo medframsjonum, horfdum a folk sem la i sinum strandstolum og las, krakka i fotbolta, unglinga i blaki og innfaedda ad selja dotid sitt i budunun. Eftir nokkra kilometra beygdum vid fra strondinni og byrjudum ad hjola medfram hlodnum veggjum, trjam, okrum og faeinum hestum. Vid og vid heyrum vid i hana gala og hundum gelta. Annars er bara fridur, golan kaelir solina sem er ansi heit her og eins gott ad muna eftir solarvorninni. I hadeginu bordudum vid a svo fallegum stad ad undrum saetir, vid strond sem var svo frabaer og maturinn godur. Audvitvitad tarf maturinn ad vera serstaklega godur fyrir hjolagarpa eins og okkur. Nu erum vid i torpinu San Jordi, buin ad borda og erum ad fara ad sofa.... og svo a morgun hjolum vid til Porto Cristo og skodum drekahellana.
kv. KE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 06:58
hópurinn er frábaer sé tad strax
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 23:34
Mallorka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 14:09
...og kaupin á portúgalska teppinu
2. kafli - Portugalska teppið
Eftir að hafa skoðað veggteppi á hótelinu í Algarve og séð að þau voru saumuð með hinum séríslenska krossaum leið mér eins og upphluturinn og jafnvel þjóðernistilfinningin rynni af mér allri. En eftir að hafa jafnað mig nokkuð vel spurði ég eina portúgalska starfskonu hótelsins hvort hægt væri að kaupa sér slík teppi á nálægum slóðum. Hún hélt það nú og benti á verslun í þriggja mínútna göngufæri. Þangað skunduðum við hjónin og í þeirri verslun blasti við okkur garn og meira garn í ótrúlegustu litum og í rekka var raðað blöðum með myndum og leiðbeiningum um teppasaum. Ég opna eitt blaðið og við mér blasti TEPPIÐ mitt - dökkblátt með ljósum kanti og svo ótrúlega fögrum litum að annað eins hafði Snæfríður t.d. ekki séð í hinni fornu mynd. Þetta teppi ákvað ég að kaupa og beið ekki þolinmóð en leit samt út fyrir að vera þolinmóð eftir að handavinnuafgreiðslukonan losnaði frá einum sínum allra besta kúnna. Ég tjáði mig kurteislega um það að ég vildi kaupa þett teppi - leit hún þá á mig og ég hélt að það sama væri að fara að gerast og í heimilisiðnaðarbúðinni forðum - en hún sagði með áhyggjusvip; Þú sérð að þetta teppi er þriggja metra langt og metir á breidd. Þá sá ég að fyrir neðan myndina var skráð lengd og breidd og engu logið, en teppið var innvígt í minn haus og ég horfði djúpt í augu konunnar og sagði ,,jú takk þetta teppi takk" Þú verður þá að koma á morgun sagði konan, það tekur mig tíma að taka til efnið í teppið. Allt i lagi sagði ég en fannst það samt ekki í lagi, ég vildi bara fá teppi strax og byrja að sauma strax, af því að þarna var ég í alvarlegu kasti. En, varð að láta mig hafa það að fara heim og bíða næsta dags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2009 | 18:02
framhaldssagan af teppinu
Jú - ég kláraði Riddarateppið - (sjá fyrra blogg - þið verðið bara að fylgjast með) og það er saumað með ,,íslenskum krosssaum" sem þeir sem ekki eru að kafna í þjóðernisrembingi kalla líka fléttusaum. Þetta kenndi adgreiðslukonan í heimilisiðnaðarbúðinni mér hreinlega yfir búðarborðið og ég sýndi þar áður óþekkta handavinnuhæfileika og lærði sporið á um það bil hálfri mínútu. En ég semsagt lauk við teppið á einhverjum árum og mér leið svolítið eins og konu sem gengur í upphlut dagsdaglega eða jafnvel eins og Snæfríði þar sem hún situr í Bræðratungu og lýtur yfir hina fornu mynd (gerist þetta dramatískara?). En um þetta leiti var ég líka að ljúka við grunnnámí þjóðfræðinni og þjóðleg svo afbar. Skrifandi langar ritgerðir um Grýlukvæði og ég veit ekki hvað og hvað. En þennan vetur þjáðist ég af flensuskömm hreinlega allan veturinn og minn góði maður ákvað að til sólarstranda skyldi haldið til að ná flensunni úr frúnni. Gleymi aldrei þeirri flugferð skal ég segja ykkur.... En eftir nokkra vist á hóteli Algarve og nágrennis var mér gengið inn á veitingastaðinn sem staðsettur var í kjallaranum - og hvað haldið þið - þar eru upp um alla veggi teppi í ýmsum stærðum og gerðum saumuð í ÍSLENSKUN KROSSAUM og legg ég ekki meira á ykkur í bili - framhald síðar - . ok ég veit þið eruð spennt. kv. KE
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 22:37
barnabörn - ráð handa þeim sem ekki nenna
Þannig er að yfir okkur hjónunum er mikið barna- og barnabarnalán. Barnabarn númer tíu fæddist fyrir skömmu og hin eru þrjggja til tíu ára. Tíu ára börnin eru einmitt fædd sama dag, svo ótrúlegt sem það er nú og eru ekki tvíburar. Nenni ekki að útskýra þetta frekar. En sem sagt þetta er fríður og skemmtilegur hópur - og við hjónin, afinn og amman, höfum komið upp þeirri hefð að fara í barnabarnaferðir. Það vill svo til að afinn hefur yfir langferðabifreið að ráða og við sem sagt ökum um allan bæ á rútunni og pikkum upp barnabörn í helstu hverfum höfuðborgarsvæðisins.
Í dag fórum við til dæmis í Húsdýragarðinn með allan hópinn, kíktum á Mikka ref, svín og geitur og að því loknu upphófst mikill eltinga- og svo feluleikur í sjóræningjaskipinu. ,,Stóru" krakkarnir voru ótrulega góð og tillitssöm við þau litlu og þetta er bara svo gaman. Eftir húsdýragarðinn fórum við svo í Perluna og allir fengu ís. Í þessum barnabarnaferðum höfum við til dæmis farið í fjöruferð, Álfasetrið, leikhús og bíó og auðvitað í hjólaferðir. Mér finnst til dæmis ekki mjög skemmtilegt að bjóða fólki í matar- eða kaffiboð, fyllist hreinlega algerri letitilfinningu við tilhugsunina - fullorðna fólkið að tala um Davíð og krakkarnir... Mér finnst reyndar ágætt að mæta í boð hjá öðrum, nenni bara ekki að halda þau sjálf. En í barnabarnaferðunum skemmta allir sér vel - börnin og ekki síst afinn og amman. kv. KE
Bloggar | Breytt 1.3.2009 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 14:35
að hjóla í góða veðrinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 21:37
ég er að sauma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristín Einarsdóttir
Bloggvinir
- aslaugh
- gruvman
- fjola
- bjarnihardar
- steingerdur
- meistarinn
- eddabjo
- slembra
- metal
- smarijokull
- kolbrunb
- halkatla
- landsveit
- ranka
- ragnhildur
- drhook
- baldurkr
- hehau
- gurrihar
- juljul
- margretloa
- eyjolfurhressist
- annabjo
- nimbus
- jensgud
- agustolafur
- eddaagn
- ugla
- ingabesta
- folkerfifl
- berglindnanna
- torduringi
- vinaminni
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- palmig
- fararstjorinn
- peturg
- mariakr
- ipanama
- toshiki
- idno
- maggaelin
- stormsker
- salvor
- stebbifr
- lindagisla
- margretsverris
- kristjanb
- gudridur
- anika-yr
- brandarar
- ernani
- gudjonbergmann
- heida
- hemmi
- omarragnarsson
- einherji
- joklasol
- steinunnolina
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar