hvenær getum við farið upp í áttavitann?

IMG_1250[1]sagði einn snillingurinn í fimmta bekk og átti að sjálfsögðu við vitann í Gróttu. Ég var að koma úr tveggja nátta ferð með nemendum Smárskóla, hjóluðum meðfram sjónum, sextán kílómetra leið úr Kópavoginum og í Gróttu.  Fyrri morguninn vöknuðum við í snjó og eflaust hefur sumum ekki litist á að hjóla suður í sveitir en enginn kvartaði, börnin eru vön að klæða sig fyrir íslenskt veður og þegar leið á morguninn batnaði veðrið og þegar ég svo hjólaði til baka aftur með hinn bekkinn var sólin farin að skína og um kvöldið var hið fegursta veður í náttúrperlunni Gróttu. Þessar Smáraskólaferðir eru búnar að vera mikið ævintýri, en eins og önnur ævintýri tekur þetta enda og kötturinn líklega orðinn úti í mýrinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott framtak hjá ykkur. Ég geng mjög oft með hundinn minn við Gróttu og þetta er einstök náttúruperla.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og varð hann ekki úti þarna með manni og mús!?

Kettir eiga bara ekkert með að vera að flækjast svona úti og það í mýri!

En sól og mýri, útkoman úr því hlýtur að vera Sól í Norðurmýri, Þórunn og Megas!

(þú veist þótt barnung og óreynd sért, a'ð Megas er kjaftfori karlin sem kann ekki að syngja, er tannlaus, en heimtar samt sí og æ að láta spá í sig!)

og já, Börn eru besta fólk, það sagði allavega Guðrún Helga um árið og hefur ekki bakkað með það svo ég viti!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 01:25

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hefur alltaf fundist að það ætti að heiðra þig sérstaklega fyrir ferðirnarnar þínar með nemendum Smáraskóla, ætti í raun að vera búið að því fyrir löngu.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Takk Fjóla mín - þú ert best.

Kristín Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Treadmill

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1014

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband