Eins og fugl í snöru, eins og röflandi fyllibytta, eins og ormur á öngli, ....

humarsúpan ótrúlega 001Jú, nú eru venjulegur dagarnir teknir við og hjólaferðirnar út með sjó og suður yfir heiðar. Við hjólanördahjónin hjóluðum í gær, einmitt út með sjó og þegar þéttbýlið og matarlyktarmengunin hafði náð algerum undirtökum, stöðvuðum við hjólfákana og lögðum við hlið olíunördanna - og fengum okkur humarsúpuna óviðjafnanlegu á þessum stórmerkilega stað sem myndin er af. Nú er einmitt allt út í myndum af því nú hefur hjólanördínan fattað myndasmíð á blogginu og mega hinir fjölmörgu lesendur búast við miklum myndskreytingum hér á næstu dögum eða alveg þangað til sú flensan er farin í hundana. En sem sagt súpan, og laxaspjót í meðlæti, Frakkar og aðrir útlendingar  líka að borða súpu, sitjandi á ólíutunnum, við plankaborð. Mér finnst brjálæðislega flott að það skuli vera látið gott heita hér í þessu reglugerðar- og forsjárhyggjulandi - þar sem verða að vera margir vaskar í pulsusjoppum (held ég og það er örugglega farið eftir öllum reglum í humarsúpuhúsinu) að þetta skuli ganga og biðröð útúr dyrum um hádegi....Humarsúpugerðarfólkið kallar hvert á annað - ertusofandiðaddna ...og svo framvegis. Mæli með þessu - hjóla svo pakksaddur út með sjó og framhjá herstöðinni við hafið, (þetta er getraun) yfir heiðina hjá eyðitorginu og heim. Bráðum er ég að fara að hjóla með skólakrökkunum úr suðurkjördæminu meðfram sjónum og í Gróttu - aftur til baka og aftur til baka og að lokum aftur til baka ...kv. KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hjónin HJÓLANÖRDAR, já þetta var Stínulegt hahhahah.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 22:17

2 identicon

Góða ferð fram og til bara út í Gróttu :)

Ásrún (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:59

3 identicon

Mmm já það er svo góð humarsúpa á Sægreifanum, og algjör snilld að geta komið með sitt eigið vín!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta var nú lítil getraun, sem vér hefðum þó ei aldrei getað!

En úff, maður verður móður, já móður og másandi, rásandi ob lásandi, bara að lesa þessi ósköp og skiptir þá engu þó maður sitji á sama stað og sjái vegin hvergi, eða þannig!en já að hjóla hitt og þetta með hugan við ferð þína í sveitina um daginn!

Sæl varst í sólu að dóla,

í suðri og spranga upp póla.

En gast ekki hjólað til Hóla,

að heimsækja frægan skóla!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 22:14

5 identicon

Hey kæra nördína, sástu auglýsinguna um lokahófið?? Hvernig ertu á föstudaginn?

 Þín

Ingibjörg Hanna (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, ætli ég hafi ekki bara lagt frúna fröken Hjólaferð í rúmið með þessum ósköpum? Fer bráðum að halda það!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1015

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband