fundir og mannfagnaðir

Merkilegt orð ,,mannfögnuður" ... gæti alveg eins þýtt að maður eða kona fagni einum manni. En ég er á mikilli funda- og mannfagnaðarherferð þessa dagana. Nýkomin frá Akureyri þar sem við Heiða sem er unun frömdum dægurþras, sagði frá Smáraskólaverkefninu (ef þú veist ekki hvað ég á við þá er ég undrandi) á myndakvöldi hjá Ferðafélaginu í síðustu viku og aftur í hádeginu í dag hjá á hádegisfundi rótarýklúbbs nokkurs. Svo er ég í kvöld að fara að kynna hjólaferðir á Ítalíu hjá Fjallahjólaklúbbnum....Mér finnst þetta skemmtilegt allt saman, hvað með sínu sniði. Mér finnst mjög gaman að segja frá hálendisferðaverkefni Smáraskola en það er þó tregablandið þessa dagana af því ég fer ekki í fleiri ferðir með þessum frábæru krökkum sem í þeim skóla búa sig undir lífið. En, auðvitað tekur annað við --- stundum þarf að sparka manni yfir brúna. En svo tökum við Alda á móti öllum vinum og vandamönnum, bæði fyrrverandi og tilvonandi í Cintamani búðinni á Laugaveginum á laugardaginn. Kíktu við og fáðu þér kaffi og sjáðu myndir frá Ítalíu .... og drífðu þig svo til Ítalíu að hjóla. kv. KE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hmmm, nokkuð pælingarvert kristín mín, þ.e. þetta með MANN-fagnaðinn. Það leiðir hugan að fleirum slíkum samsetningum eins og MANN-fólk og Mann-skepnur, hverjum datt eiginlega í hug slík eintölufleirtölu pólitík!?En er auðvitað líka til í alvöru "einsmannstölu" haha, MANN-skepna, en nú er ég aðeins farin að bulla!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það verða öruggla miklir fagnaðarfundir í Cintamani-búðinni og ég ætla að reyna að líta við.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband