hjólaleiðin fagra

Ég held að nú sé aldeilis tímabært að ég lýsi hjólaleiðinni sjálfri þ.e.a.s. leiðinni frá Feneyjum til Flórens eins og hún birtist mér núna þegar ég er komin hingað heim á land rigningarinnar. Í fyrsta lagi (mikilvægt í hugum margra) er þessi leið algerlega slétt og þá er ég ekki að ljúga né ýkja. Síðasta daginn, sem er 55 km. finnur maður, síðustu 10 km. að hjólið er örlítið þyngra en engin brekka sést heldur það sem fróðir menn gætu mögulega kallað vatnshalla. Vatn mundi renna hægt og rólega á móti manni, ein hæð finnst á þessari leið og mun ég birta mynd af hjólreiðarmanni hjóla með bros á vör upp þessa hæð og vösk sveit hjólakvenna sem ég þekki mjög vel mundu varla kalla þessa hæð ræfil. Niðurstaða: þessi leið er mjög auðveld. Nú að fegurð og fögnuði. Hjólað er um sveitir, útsýnið er akrar af ýmsu tagi, sveitabæir af mjög mörgu tagi, sveitaþorp með vinalegum götum og kirkjum og torgum. Leiðin er að miklu leiti meðfram ám, kanölum, og síkjum. Gróður, fuglar, blóm, veiðimenn að veiða, hundar að gæta húsa, og svo framvegis. Svo eru það borgirnar, mér finnst borgirnar á þessari leið aldeilis frábærar, Ravennar þar sem allir hjóla, þar er líka merkilegur vatnakastali, Ferrara með frábærum miðbæ, Brisighella þar sem ,,asnagatan" - henni er ekki hægt að lýsa. Og fólkið - allir eru svo einstaklega þægilegir og elskulegir og þótt ekki tali allir þetta eina tungumál sem okkur finnst að heimurinn eigi að sameinast um að tala með okkur reyna allir að gera allt sem þeir geta til að aðstoða ef aðstoðar er þörf. Mig langar aftur í hjólaferð um Ítalíu og mig langar að upplifa þetta enn og aftur með ykkur - hjóla, spjalla, fá sér antipasta, fá sér vín hússins. Ég er ekki hætt að blogga, þótt ég sé komin heim. Ég á eftir að tja mig um Flórens...kv. Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þú mátt sko ekkert hætta að blogga, sýnist þú vera hinn skemmtilegasti penni!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:24

2 identicon

Hæhæ, og takk fyrir frábæran fyrirlestur fyrr í kvöld. Væri sko til í að fara í svona kúrs í skólanum, þú verður bara að búa hann til!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:17

3 identicon

Takk Ninna - gott að heyra

kristín (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband