Romeo group

 Það er ekki það að ég hafi ekki getað eða haft tíma til að tjá mig og mínar tilfinningar hér á bloggsíðunni, blogghelv... bara vildi ekki leyfa mér að komast inn á þetta innvígða stjórnaborð. Fyrst langar mig að ræða hópinn sem hjólaði Bolzano-Feneyjar 12. til 19. júní. Aldeilis frábær hópur sem gerði garðinn hreinlega heimsfrægan þarna úti. Hluti hópsins stóð í ströngum bissness, eins og áður hefur komið fram, en allt átti það að vera á heiðarlegum nótum. En svo brá hinum heiðarlegu heldur en ekki í brúnina,  síðasta daginn kom nefnilega í ljós að ekki höfðu allir hóplimir heiðarleikann í hávegum. Höfðu þá stöllur tvær stundað gripdeildir á hótelum og þjónustumiðstöðum hinum ýmsu alla leiðina. Þótti þeim þetta nokkuð fyndið og notuðu illa fenginn, fenginn til að grínast með samferðamenn sína. Létu þeir, þ.e. samferðamennirnir þetta yfir sig ganga og sýndu karlmennsku mikla. Sérstaklega þótti hinn nýfundni Skagamaður brosa hraustlega í gegnum tárin með hárskrauti af Hilton (nærri því Paris) á vel löguðum hnakkanum. Næstu daga verður bloggað af krafti um hjólaferðir og ýmis málefni sem þeim tengjast. Hvað er annars að verða um öll kommentin - er samlagningin að vefjast fyrir ykkur eða....? Elska ykkur öll af öllu hjarta mínu K.Einars 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg viss um að það var skassið sem lét hendur standa fram úr ermum, hún er svo þjófótt helvísk. Spyrjið bara Hrút forföður hennar.

Ég hef verið að reyna að draga hana með mér Þingvallahringinn en ekkert gengið.........Fór sjálf Neshringinn og það vantaði ekki nema svona 20°C að ég gæti endurupplifað brot af ferðinni.

Ég sé blokkirnar uppi  á Skaga!!!!!!!!!! Þyrfti að setja mynd hér inn af útsýninu svo að þið hin sjáið það sama og ég. Vona að allir hafi það gott.

Áfram KR, Jórunn

Jórunn (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Kristín Einarsdóttir

Ég er búin að ganga með gulan hálsklút frá lendingu einkaflugvélar minnar í Keflavík þann þriðja þessa mánaðar. Einnig hef ég setið fyrir hjá frægum tískuljósmyndurum sem frétt höfðu um titil þann sem mér hlaust þar syðra. Ég sé ekki blokkirnar á Skaganum en ég sé Glitnishöllina hér á Kirkjusandi, eitt hið fegursta hús hér í Akranessdreifbýli. Alveg er eg til í að hjóla einn hring með þér mín kæra Jórunn og fleirum ef vill. Keypti nýtt hjól í dag, kostagripur mikill.

K

Kristín Einarsdóttir, 5.7.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1023

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband