barnabörn - ráð handa þeim sem ekki nenna

 

Þannig er að yfir okkur hjónunum er mikið barna- og barnabarnalán. Barnabarn númer tíu fæddist fyrir skömmu og hin eru þrjggja til tíu ára. Tíu ára börnin eru einmitt fædd sama dag, svo ótrúlegt sem það er nú og eru ekki tvíburar. Nenni ekki að útskýra þetta frekar. En sem sagt þetta er fríður og skemmtilegur hópur - og við hjónin, afinn og amman, höfum komið upp þeirri hefð að fara í barnabarnaferðir. Það vill svo til að afinn hefur yfir langferðabifreið að ráða og við sem sagt ökum um allan bæ á rútunni og pikkum upp barnabörn í helstu hverfum höfuðborgarsvæðisins.

Í dag fórum við til dæmis í Húsdýragarðinn með allan hópinn, kíktum á Mikka ref, svín og geitur og að því loknu upphófst mikill eltinga- og svo feluleikur í sjóræningjaskipinu. ,,Stóru" krakkarnir voru ótrulega góð og tillitssöm við þau litlu og þetta er bara svo gaman. Eftir húsdýragarðinn fórum við svo í Perluna og allir fengu ís. Í þessum barnabarnaferðum höfum við til dæmis farið í fjöruferð, Álfasetrið, leikhús og bíó og auðvitað í hjólaferðir. Mér finnst til dæmis ekki mjög skemmtilegt að bjóða fólki í matar- eða kaffiboð, fyllist hreinlega algerri letitilfinningu við tilhugsunina - fullorðna fólkið að tala um Davíð og krakkarnir... Mér finnst reyndar ágætt að mæta í boð hjá öðrum, nenni bara ekki að halda þau sjálf. En í barnabarnaferðunum skemmta allir sér vel - börnin og ekki síst afinn og amman. kv. KE 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir

Um bloggið

Kristín Einarsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fen - fló og barnabörn 186
  • ...e_en_us_320
  • ...ter_edition
  •  b 2 Feneyjar - Flórens (88)
  • ...s_88_522487

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 984

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband